Tilbagemelding
Bidrage med feedbackÞessi veitingastaður er einn af mínum uppáhalds. Starfsfólkið á Kol resturant er til fyrirmyndar. Mjög góð þjónusta og glaðlegt og skemmtilegt starfsfólk. Stórt hrós fá þær Mia og Sara. Rúnar gerði allt í sínu valdi helgina á eftir til að útvega okkur piccini rose sannkallaður meistari. Takk fyrir frábæra þjónustu krakkar. Einstaklega brosmildir og skemmtilegir krakkar sem þjónustuðu borðið okkar eins og við værum konungsborin. Hlýlegur og rómantískur veitingastaður á besta stað í bænum, rétt við Hallgrímskirkju á Skólavörðustíg.
Get ekki mælt nógu mikið með þessum stað! Hann er notalegur, þjónustan er góð og maturinn og kokteilarnir eru tær snilld! Þetta er staður sem ég mæli með fyrir alla þá sem vilja borða góðan mat og eiga notalega stund. Takk fyrir mig
Fór reyndar ekki á staðinn en sótti mátt þangað fyrir tvo og við vorum virkilega sátt með matinn. Fengum okkur smárétta bakka.
Virkilega góður matur, þjónustan til fyrirmyndar og matseðillinn geggjaður. Mjög ánægður að sjá endurbætur á öllum sviðum. Takk fyrir mig! Hlakka til á að koma aftur!
Vorum 5 saman og allir sammála um að maturinn og þjónustan var frábær.